Áhugahópur um hjartaendurhæfingu

 

Tengiliður: Sólrún Jónsdóttir
Reykjalundur, Hjartasvið
Vinnusími: 585 2000
Tölvupóstur: solrun@reykjalundur.is

Faghópur um hjartasjúkraþjálfun.


Um tíma var starfræktur faghópur um hjartasjúkraþjálfun. Þetta var á árunum 1995-7.
Fyrir norrænu ráðstefnuna um hjartaendurhæfingu, The VIth Nordic Congress on Cardiac Rehabilitation, sem haldin var í Reykjavík í júní árið 2002, var stofnað Félag fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu. Þeir sjúkraþjálfarar sem voru virkir í faghópnum fóru yfir í það félag og hópurinn lagðist í dvala.
Eftir þetta þing má segja að hvorki faghópurinn né félagið hafi verið virkt og er það miður. Full ástæða er til að hafa álíka vettvang og kannski nærtækast að endurvekja faghópinn. Ef áhugi er fyrir hendi þá mættuð þið gjarnan hafa samband við tengilið faghópsins.
Hlutverk hans væri þá að vera vettvangur þeirra sem eru að starfa við þjálfun hjartasjúklinga, þar sem hægt væri að skiptast á skoðunum, deila reynslu og þekkingu , í þeim tilgangi að efla faglega hæfni á þessu sviði.

 

Hér að neðan má nálgast fréttabréf ICCrPT, sett inn þann 5.12.2013

 

 

 Skjöl

Fréttabréf ICCrPT
Fræðsluerindi - Sólrún Jónsdóttir
Til baka