Áhugahópur um taugaskjúkraþjálfun

 

Áhugahópur um taugasjúkraþjálfun var stofnaður fyrir meira en 15 árum síðan en fundir hafa ekki verið haldnir í nokkur ár.

Í mars á þessu ári drifum við í að endurvekja starfsemi hópsins og var fyrsti fundur haldinn 5.mars 2009 í húsi ÍSÍ í Laugardalnum.

Átta sjúkraþjálfarar mættu á fyrsta fundinn og skráðu fimm aðrir sig inn á netfangalistann. Ljóst er því að mikill áhugi er fyrir samstarfi og vangaveltum um sjúkraþjálfun einstaklinga með taugasjúkdóma eða einkenni frá miðtaugakerfi. Markmið áhugahópsins voru sett fram á fyrsta fundi og verkefni næstu funda ákveðin. Annar fundur var haldinn 29. maí síðast liðinn og fyrihugaður er sá þriðji á árinu. Markmiðin sem hópurinn setti sér eru eftirfarandi:


1. Skoða viðmiðanir og vinnu annarra faghópa og grafa upp markmið sem voru sett fram við fyrstu stofnun faghóps í taugasjúkraþjálfun fyrir uþb 15 árum síðan.


2. Miðla upplýsingum um ráðstefnur, fyrirlestra, námskeið, greinar og annað tengt


3. Samræma notkun mælitækja og miðla þekkingu á mælitækjum, rannsóknum og praktiskum þáttum


4. Rökræða og rýna í rannsóknir og framþróun í faginu


5. Koma upp hópnetfangalista sjúkraþjálfara sem hafa áhuga á taugasjúkraþjálfun


6. Mögulega að fara saman á ráðstefnu erlendis


Fyrsta verkefni á öðrum fundi hópsins var að fara yfir skilgreind mælitæki sem notuð eru í sjúkraþjálfun með það að leiðarljósi að samræma vinnu við notkun þeirra, auka áreiðanleika og réttmæti. Þau mælitæki sem voru rædd á fundinum voru: Timed Up and Go, 6mínútna göngupróf, Frenchay activity index, Functional gait assessment, Berg balance scale, Standing balance assessment, og nokkur fleiri próf voru rædd lítillega. Mikil þörf er á að fara yfir mælitækin því fram kom að í sumum tilvikum er ekki verið að nota sömu útgáfu, og leiðbeiningar og framkvæmd misjöfn. Mikið verk er því óunnið á þessum vettvangi. Ákveðið var að fara sérstaklega yfir jafnvægispróf á næsta fundi .


Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í áhugahópi um taugasjúkraþjálfun og vera á netfangalista hópsins er bent á að senda tölvupóst á Sif sjúkraþjálfara á netfangið: sifg@reykjalundur.is. Aðrir tengiliðir eru G. Þóra Andrésdóttir sjúkraþjálfari á LSH í Fossvogi gthora@landspitali.is og Belinda Davíðsdóttir Chenery sjúkraþjálfari hjá Bata, Kringlunni belinda@bati.is.

Fundarboð verða send á netfangalistann en einnig verður send tilkynning á vef FÍSÞ, www.physio.is.Til baka