Faghópur um lungnasjúkraþjálfun
Stýrihópur faghópsins eru:
Ragnheiður Harpa Arnardóttir
ÁsdísKristjánsdóttir
Jóhanna M. Konráðsdóttir
Tengiliður er Ragnheiður Harpa Arnardóttir, netfang ragnh@unak.is
Markmið
1. Að efla tengsl sjúkraþjálfara á Íslandi, sem vinna með öndunarfærasjúkdóma og öndunarvandamál sem tengjast ýmsum sjúkdómum, til þess að:
- Tryggja gæði þjónustunnar
- Innleiða gagnreyndar nýjungar
- Stuðla að fræðslufundum og námskeiðshaldi um lungnasjúkraþjálfun. Stefnt skal að því að halda a.m.k. einn fræðslufund á ári
- Hvetja til rannsókna á þessu sérsviði
- Efla hag lungnasjúkraþjálfunar sem og skjólstæðinga okkar bæði innan heilbrigðisþjónustunnar og í þjóðfélaginu
- Auka áhuga á lungnasjúkraþjálfun meðal nema í sjúkraþjálfun
2. Hlutverk faghópsins er ennfremur að:
- Vera ráðgefandi um lungnasjúkraþjálfun á Íslandi
- Efla samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir á sama sviði, s.s. Félag íslenskra lungnalækna og Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, sem og sjúklingasamtök
- Sinna samskiptum og samstarfi við samsvarandi faghópa sjúkraþjálfara á hinum Norðurlöndunum og á alþjóðavettvangi
3. Faghópinn leiðir hverju sinni þriggja manna stýrihópur sem valinn er til tveggja ára í senn á þeim fundi ársins sem haldinn er næstur aðalfundi félagsins. Stýrihópur velur innan sinna raða tengilið hópsins.
Stofnfundur faghóps um lungnasjúkraþjálfun 28. febrúar 2008.
Til baka