Félag MT sjúkraþjálfara (Manual Therapy)

Félag MT sjúkraþjálfara (Manual Therapy)
Stjórn Félags MT sjúkraþjálfara:

 

Karólína Ólafsdóttir, Vs: 564-4067, email: karolina@sporthusid.is
Formaður félagsins

Ágúst Jörgenssen, Vs: 551-1120, email: www.stja.is
Meðstjórnandi félagsins

 

Gísli Sigurðsson, Vs: 699 0224, email: gislis@internet.is
Gjaldker félagsins

 

Aðrir tengiliðir við Félag MT sjúkraþjálfara:
Elías Jörundur Friðriksson, Vestmannaeyjar, s.862-1363
Elísabet Birgisdóttir, Atlas endurhæfing, www.atlasendurhaefing.is
Elísabet S. Kristjánsdóttir, Sjúkraþjálfun Georgs, s.431-4422
Eyþór B. Kristjánsson, Skipholti 50, s.822-1575
Guðmundur Rafn Svansson, Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, s.567-8577
Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, s.567-8577
Guðný Lilja Oddsdóttir, Sjúkraþjálfun Kópavogs, www.sjk.is
Gunnhildur Ottósdóttir, MT stofan sjúkraþjálfun, www.mtstofan.is
Halldór Víglundsson, Sjúkraþjálfun Garðabæjar, www.srg.is
Harpa Helgadóttir PhD í líf- og læknavísindum, www.bakleikfimi.is
Héðinn Svavarsson, Sjúkraþjálfunin Mjódd, www.sjukrathjalfuninmjodd.is
Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir, Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu, s.564-4067
Oddný Sigsteinsdóttir, MT stofan sjúkraþjálfun, www.mtstofan.is
Unnur Hjaltadóttir, Reykjalundi, s.585-2000

Heimasíður : www.ifompt.com

 

Manual Therapy
Manual Therapy (MT) er ein sérgreina sjúkraþjálfunar. Rannsóknir og klínísk reynsla hafa sýnt að Manual Therapy er mjög árangursrík meðferð við einkennum frá stoðkerfi líkamans. Má þar nefna höfuðverk, háls- og bakverk(brjósklos, þursabit, hálsríg), axlarklemmu, taugaklemmu,
tennis- og golfolnboga, sinaskeiðabólgu auk ýmissa gigtareinkenna.

Sérkenni Manual Therapy eru fyrst og fremst fólgin í því að lögð er áhersla á nákvæma greiningu á eðli og staðsetningu kvillans. Ítarleg þekking á uppbyggingu og starfsemi líkamans og skoðunarhæfni MT sjúkraþjálfarans vinna saman að greiningu, sem leiða til hnitmiðaðrar
meðferðar.

 

Greiningin
Í Manual Therapy er greiningin aðalatriðið. MT sjúkraþjálfarinn metur hvort til staðar séu hreyfitruflanir sem geta valdið einkennum. Ástand liða, mjúkvefja og taugavefs er metið. Aðrar rannsóknir eru hafðar til hliðsjónar, svo sem röntgen, segulómun og blóðprufur.

Meðferðin
Meðferðin beinist að því að minnka verki, liðka stirð líkamssvæði og styrkj svæði sem eru ofhreyfanleg. Einnig að bæta stjórn og samhæfingu hreyfinga og leiðrétta líkamsskekkjur.

Helstu meðferðarform eru
-sérhæfðar hreyfiaðferðir til liðlosunar eða sem verkjameðferð
-sértæk styrktar- og stöðugleikaþjálfun
-hnykkingar
-togaðferðir
-nudd og ýmsar vöðvaslökunaraðferðir
-vöðvateygjur
-aðferðir til að minnka ertingu og auka hreyfanleika taugavefs
-fræðsla
-fyrirbyggjandi aðferðir

 

Námið
Nám í Manual Therapy þarf að sækja í háskóla erlendis sem bjóða upp á viðurkennt nám samkvæmt staðli alþjóðasamtaka sjúkraþjálfara. Skilyrði fyrir inngöngu er að sjúkraþjálfarinn hafi unnið að minnsta kosti í 2 ár að loknu 4 ára háskólanámi í sjúkraþjálfun. Námið skiptist í fræðilegan, verklegan og klínískan hluta. Áherslan í náminu er á greiningu og meðferð stoðkerfis. Náminu lýkur með skriflegum og verklegum prófum, ásamt rannsóknarverkefni.

Félag MT sjúkraþjálfara
MT sjúkraþjálfarar stofnuðu félag þann 16. mars 1994 og er það undirfélag í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) frá 12. apríl 1995. Markmið Félags MT sjúkraþjálfara er að stuðla að faglegri þjónustu við skjólstæðinga ásamt því að vinna að hagsmunum félagsmanna. Félagið er aðili að alþjóðasamtökum sjúkraþjálfara með sérgrein í Manual Therapy (IFOMPT).

Sérfræðileyfi í Manual Therapy
Samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytis frá árinu 2002 geta MT sjúkraþjálfarar öðlast sérfræðiviðurkenningu. Til að öðlast slíka viðurkenningu þarf viðkomandi MT sjúkraþjálfari að hafa lokið klínísku meistara- eða doktorsnámi og starfað í 2 ár á sínu sérsviði.Skjöl

MTbæklingur 1
MT bæklingur 2
Til baka