Félag sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu

Félag sjúkraþálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ)

Stjórn FSÖ skipa:

Nanna Guðný Sigurðardóttir, formaður
Netfang: nanna.sigurdardottir@hrafnista.is

Ragnheiður Kristjánsdóttir, ritari
Netfang: ragnheidur.kristjansdottir@hrafnista.is

Rósa Guðlaug Kristjánsdóttir, gjaldkeri
Netfang: rosa.kristjansdottir@hrafnista.is

Hulda Jeppesen, meðstjórnandi
Netfang: huldajep@mmedia.is

Karítas Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Netfang: karitaso@landspitali.is

 

Lög Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu – FSÖ (sjá flipann “ Lög og reglur”).


Fagleg markmið félagsins eru:
• Að stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi fyrir aldraða
• Að stuðla að framhaldsmenntun og rannsóknum í sjúkraþjálfun aldraðra.
• Að efla samskipti við hliðstæð félög erlendis.


Félagsleg markmið félagsins:
•Að efla samskipti milli sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu víðsvegar um landið.


Félagið hefur hefur staðið að gerð kennsluefnis og gefið út fræðslubæklinga og veggspjöld um gildi hreyfingar, varnir gegn byltum og heilabilun. Nýlega er einnig lokið við að þýða formlega EMS - Elderly Mobility Scale, sem er færnimælitæki fyrir veiburða aldraða og er í mælitækjabankanum. Umsjónarmenn þess verkefnis voru Jón Þór Brandsson og Jóhanna Marin Jónsdóttir.


Nefna má að Ella Kolla Kristinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir vinna nú að Fræðslumyndbandi um jafnvægisþjálfun og byltuvarnir fyrir FÍSÞ í tilefni afmælisárs, en líta má á það sem ákveðið framhald af fyrri verkefnum.


Þörf er á að þýða formlega fleiri matstæki sem nýtast í öldrunarþjónustu. Þar sem FSÖ á sjóð sem lifði kreppuna af er félagið tilbúið að veita styrk þeim sem koma með góðar hugmyndir í þeim efnum.


FSÖ var eitt af stofnaðilum IPTOP (International Association of Physical Therapists Working with Older People) sem stofnað var á heimsþingi sjúkraþjúkraþjálfara WCPT (World Confederation for Physical Therapy) í Barcelona í júní 2003.
Merki IPTOP var hannað af Þórunni B Björnsdóttur sjúkraþjálfara.
FSÖ er einnig í sambandi við sambærileg félög í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.


Yfir vetrartímann er skipulögð dagskrá með fyrirlestrum og fræðslu ýmiskonar fyrir félagsmenn. Farnar eru ferðir til að kynnast margskonar starfsemi í öldrunarþjónustu víðs vegar um landið. Þetta er kjörinn vettvangur til að fræðast og kynnast betur innbyrðis.


Löggiltir sjúkraþjálfarar innan FÍSÞ geta orðið félagar. Félagsgjald er mjög hófstillt og ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir áhugasama, en þeim er bent á að snúa sér til stjórnar FSÖ.


Á döfinni hjá FSÖTil baka