Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu

Fram að næsta aðalfundi sem er áætlaður í október-nóvember eru eftirtaldir í stjórn: Eiríkur Árnason, Svandís Sigurðardóttir, Hulda S Jeppesen, Sigrún Vala Björnsdóttir, S Hafdís Ólafsdóttir, Hulda Hákonardóttir og Anna K Kristjánsdóttir. 

 

Lög Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu

 

1.grein – Heiti félagsins

Heiti félagsins er Félag sjúkraþjálfarar um sálvefræna heilsu, er skammstafast, FSSH. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

 

2.grein – Markmið félagsins

Markmið félagsins eru:

  1. Fagleg:

a)                  Stuðla að fræðslu og forvarnarstarfi um sálvefræna heilsu.

b)                  Stuðla að framhaldsmenntun, símenntun og rannsóknum um sálvefrænar aðferðir í sjúkraþjálfun.

c)                  Efla samskipti við hliðstæð félög erlendis

 

  1. Félagsleg:

Efla samskipti milli sjúkraþjálfara um sálvefrænar aðferðir í sjúkraþjálfun.

 

3.grein – Félagar

Löggiltir sjúkraþjálfarar innan FÍSÞ geta orðið félagar. Sækja þarf skriflega um inngöngu í félagið til stjórnar þess. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

 

4.grein – Félagsgjöld

Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi. Gjalddagi skal vera þann 15.maí ár hvert. Fullt árgjald skal greiða þótt um hluta úr ári sé að ræða.

 

5.grein – Aðalfundur

Aðalfund skal halda eigi síðar en 15.apríl ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með tveggja vikna fyrirvara. Dagsskrá aðalfundar skal vera:

  • Skýrsla stjórnar.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  • Ákvörðun félagsgjalda.
  • Lagabreytingar.
  • Stjórnarkjör.
  • Kosning skoðunarmanns reikninga.
  • Önnur mál.

 

6.grein – Atkvæðisréttur

Atkvæðisrétt hafa skuldlausir félagar. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum.

 

7.grein – Stjórn félagsins

Stjórn félagsins skal kosin til eins árs og vera skipuð þremur félögum, formanni gjaldkera og ritara. Formaður skal kosinn sérstaklega. Aðrir stjórnarmenn skulu skipta með sér verkum. Kosinn skal einn varamaður til eins árs.

 

8.grein – hlutverk stjórnar

Hlutverk stjórnar er að vinna að framgangi markmiða félagsins, og fylgja eftir lögum þess og samþykktum. Stjórn boðar aðalfund og hún getur einnig boðað til annarra funda ef með þarf.

Starfsemi félagsins er að öðru leyti í höndum félagsmanna.

 

9.grein – Lagabreytingar

Lögum þessum verður aðeins breytt með samþykki að minnsta kosti tveggja þriðju hluta atkvæðisbærra fundarmanna. Tillögur um lagabreytingar skulu vera skriflegar, og skulu hafa borist stjórn þremur vikum fyrir aðalfund.

 

10.grein – Gildistaka

Lög þessi öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt á aðalfundi félagsins.

 

 

Reykjavík, 05.05.2011Til baka