11.09 2014

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar - 8. september

Sjúkraþjálfarar um allan heim fögnuðu Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar þann 8. september sl. Víða um heim vöktu sjúkraþjálfarar athygli á starfsemi sinni og því mikilvæga hlutverki sem við gegnum til að viðhalda og auka heilbrigði fólks.

Félag sjúkraþjálfara lét útbúa auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu, og fylgir með hér í viðhengi. Ánægjulegt var á hve góðum stað hún birtist og ljóst að hún vakti athygli.
Sjúkraþjálfarar hérlendis létu sitt ekki eftir liggja og hefur félagið fengið fjölmargar fréttir af því hvað gert var á vinnustöðum í tilefni dagsins, eins og sjá má á facebook-síðu félagsins.


Sjúkraþjálfarar hjá Hjálpartækjamiðstöð SÍ voru með kynningu og hléæfingar, sjúkraþjálfarar á Landspítala Hringbraut héldu upp á daginn með því að vera með léttar æfingar á hverjum stigapalli í aðalbyggingu spítalans á Hringbraut og sjúkraþjálfunin Styrkur hélt upp á alþjóðlegan dag sjúkraþjálfunar með því að vekja athygli á auglýsingu FS, nýju merki félagsins var flaggað á bringunni, sett af stað þjónustukönnun og boðið upp á hollustu úr héraði. Sjúkraþjálfarar á Reykjalundi héldu upp á daginn með því að gera vel við samstarfsfólk sitt og buðu upp á háls- og herðaæfingar, göngu, vatnsleikfimi og STOTT PILATES æfingar. Kveðja kom frá 1. árs nemum HÍ, sem var afar ánægjulegt.


Sjúkraþjálfarar tóku vel í beiðni félagsins um að dreifa status dagsins á facebook og barst hann til yfir 5.300 manns fyrir bragðið!


Vaxandi áhersla hefur verið lögð á þennan dag af alþjóðasamfélagi sjúkraþjálfara. Full þörf er á að hafa dag sem þennan, þar sem við viðrum ágæti okkar og mikilvægi, en ekki síður til að klappa hvert öðru á bakið og senda kveðjur okkar á milli. Við erum nefnilega ekki eyland. Við tilheyrum samfélagi 160.000 sjúkraþjálfara um allan heim og erum stolt af.


Sjúkraþjálfarar – til hamingju með vel heppnaðan alþjóðlegan dag sjúkraþjálfunar!

 

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS
 

Skjöl

Alþjóðlegur dagur sjþj - auglýsing
Til baka