22.05 2014

Diplomanám í fötlunarfræði HÍ

Ert þú með BA, BEd eða BS gráðu?
Viltu koma í framsækið, spennandi og ögrandi nám um
margbreytileika, mannréttindi, og fötlun?

Opið er fyrir umsóknir í diplómanám til og með 5. Júní 2014.


•        Diplómanám í fötlunarfræðum (30 ECTS) nám sem hægt er að taka með starfi á þremur misserum. Námið samanstendur af þremur námskeiðum (Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði 10e, Lífshlaupið, sjálf og samfélag 10e og Fötlun í menningu samtímans 10e.
•        Diplómanám í fötlunarfræðum með áherslu á opinbera stjórnsýslu (32 ECTS) sem fólk getur tekið á tveimur árum samhliða starfi. Námið samanstendur af fjórum námskeiðum: Tveimur námskeiðum í fötlunarfræði (Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði 10e og Fötlun, sjálf og samfélag 10e) og tveimur í opinberri stjórnsýslu (Stefnubreytingar, nýsköpun og tengslanet í opinberri stjórnsýslu 6e og Stjórnsýsluréttur fyrir starfsmenn opinberra stofnanna 6e). 

Hægt er að taka námið í fjarnámi. Diplómanámið má fá metið sem hluta af MA námi í hvort heldur sem er fötlunarfræðum eða MPA námi í opinberri stjórnsýslu með áherslu á fötlunarfræði að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Rafrænt umsóknareyðublað

Námsvefur fötlunarfræða

Nánari upplýsingar um námið fást hjá Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur hbs@hi.is formanns námsbrautar sími 525-4344 og 847-2032,

og hjá Jóhönnu Vernharðsdóttur jv@hi.is verkefnisstjóra sími 525-5498.

 

Til baka