27.05 2014

Diplómanám í opinberri stjórnsýslu

Ágæti viðtakandi.

Við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands stunda nú hátt í  500 manns meistara- eða diplómanám á fimm mismunandi námsleiðum. Deildin er leiðandi hér á landi á öllum þessum sviðum bæði í kennslu og rannsóknum og hefur á að skipa framúrskarandi kennurum.
Inntökuskilyrði á allar línur eru BA, BS eða BEd próf í einhverri grein.  Allar upplýsingar eru í ítarlegum kynningarbæklingum deildarinnar (http://www.hi.is/sites/default/files/Baeklingur_MA_14_15.pdf) . Bent er á að MPA-nemendur geta auk aðalgreinar tekið valfög á öðrum námslínum deildarinnar og þannig lagað námið að eigin þörfum og áhugasviði.

Sérstök athygli er vakin á diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.  Þegar hafa fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn; læknar, lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og fleiri stjórnendur innan heilbrigðisþjónustunnar valið þessa námsleið og hafa lýst mikilli ánægju með hana og telja námið hafa nýst sér mjög vel sem stjórnendur. Sumir þeirra hafa haldið áfram námi til MPA gráðu.  

Hér er tengill á upplýsingar um námið:  Diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/diploma_i_opinberri_stjornsyslu_fyrir_stjornendur_i_heilbrigdisthjonustu

Bæklingur um diplómanám í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. http://www.hi.is/sites/default/files/diploma_opinb_heilbr_vef.pdf

Aðstandendur og samstarfsaðilar Stjórnmálafræðideildar HÍ um námið eru: Viðskiptafræðideild, Hagfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið, velferðarráðuneytið, Landspítali háskólasjúkrahús,Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Landssamband heilbrigðisstofnana, Félag forstöðumanna sjúkrahúsa og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Endilega hafðu samband við einhverja undirritaðra ef þú hefur frekari spurningar eða vilt ræða um þessa möguleika:

Ásta Möller, astam@hi.is, simi 5254052 
Elva Ellertsdóttir, elva@hi.is, sími  525-4573

 

Frekari upplýsingar:   Opinber stjórnsýsla, einnig í boði í fjarnámi (http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/fjarnam_i_opinberri_stjornsyslu) á einföldu formi: Stjórnmálafræðideild HÍ er leiðandi í námi og rannsóknum á sviði opinberrar stjórnsýslu. Námið er skipulagt þannig að fólk geti tekið það samhliða starfi og þá á lengri tíma og fjölmargir gera það.  Í náminu sitja reyndir stjórnendur hins opinbera á fjölda sviða, bæði ríkis og sveitarfélaga, ásamt fólki sem nýlega hefur lokið háskólanámi, og njóta hjá okkur leiðsagnar reyndra kennara og fagmanna. Sú blanda er einn styrkleika námsins, auk þess sem MPA-nemendur geta valið um ellefu mismunandi áherslusvið í náminu. Í boði eru einnig sérhæfðar diplómalínur f. stjórnendur hins opinbera (mótað í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis, Fél. forstm. og Samband sveitarfél.) og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.
Nánari upplýsingar um námið. http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/opinber_stjornsysla_diploma_og_meistaranam_mpa

 


--- --- ---

 

Sent til félaga heilbrigðisstarfsmanna innan BHM með ósk um að þessi póstur verði framsendur til félagsmanna eða upplýsingum komið á framfæri við þá með árangursríkum hætti.  Hátt í eitt hundrað stjórnendur eða framtíðarstjórnendur í heilbrigðisþjónustu hafa stundað þetta nám undanfarin á og hafa þeir undantekningarlaust lýst ánægju með það og telja það styrkja sig sem stjórnendur.  Kær kv. Ásta M

Athygli starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar er sérstaklega vakin á diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu.  Hægt að taka hluta í fjarnámi.

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní fyrir diplómanám.  Diplómanám fæst metið inn í meistaranám.
Ekki eru tekin skólagjöld við HÍ, en nemendur greiða s.n. skráningargjald 75.000.- fyrir árið.

Umsóknareyðublað: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam
Kynningabæklingar og stutt myndbönd með viðtölum við nemendur og kennara um hverja námsleið deildarinnar: http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/baeklingar
Stjórnmálafræðideild á Facebook: http://www.facebook.com/pages/Stjornmalafraedideild-HI/175612409158377

Til baka