09.12 2014

Er of mikið álag á börnunum okkar


Í tilefni af 70 ára afmæli Íþróttabandalags Reykjavíkur fyrr á þessu ári stendur bandalagið fyrir ráðstefnu föstudaginn 12.desember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Er of mikið álag á börnunum okkar?" Fimm einstaklingar munu flytja stutt erindi þar sem þau miðla af sinni reynslu og endar svo ráðstefnan á pallborðsumræðum um þetta mikilvæga málefni.

Ráðstefnan verður haldin í hátíðarsalnum í Laugardalshöll kl.12:00-13:30 og er aðgangur ókeypis. Boðið verður uppá léttar veitingar og því nauðsynlegt að þau sem ætla að mæta skrái sig í síðasta lagi miðvikudaginn 10. desember.

Í viðhengi er prentvæn auglýsing sem félög eru hvött til að dreifa áfram til þjálfara, foreldra o.fl. sem kunna að hafa áhuga á málefninu. Einnig hægt að finna auglýsinguna hér <https://www.facebook.com/209177262441263/photos/a.647180725307579.1073741825.209177262441263/999281406764174/?type=1&theater>  á facebook og deila áfram þaðan.

Kveðja
Íþróttabandalag Reykjavíkur

Skjöl

Dagskrá
Til baka