28.08 2014

Ertu með skjólstæðinga með hryggikt?

Kæru sjúkraþjálfarar, Gigtarfélag Íslands stendur fyrir fræðslunámskeiði um hryggikt dagana 24. sept, 2. okt og 9. okt.

Ef þið eruð með skjólstæðinga sem eru með hryggikt sem gætu haft gagn af námskeiðinu má gjarnan þá láta vita af námskeiðinu.

Takmarkaður fjöldi kemst að. 


____________________________


Ertu með hryggikt? 

Haldið verður 3ja kvölda námskeið um hryggikt dagana 24. september, 2. október og 9. október í húsnæði félagsins Ármúla 5, annarri hæð.

Markmið námskeiðsins er að miðla aukinni þekkingu um sjúkdóminn og hvað hægt sé að gera til að stuðla að betri líðan.

Fjallað verður m.a. um
• orsök, greiningu, meðferð og framtíðarhorfur,
• tilfinninga, félagslega og samfélagslega þætti,
• aðlögun að breyttum aðstæðum
• mikilvægi og áhrif þjálfunar


Fyrirlesarar verða Árni Jón Geirsson gigtarsérfræðingur, Þórunn Haraldsdóttir sjúkraþjálfari, Eva-Marie Björnsson sjúkraþjálfari, Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi.
Nákvæmari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur

Verð: Fyrir félagsmenn í GÍ  kr. 8.200 kr. fyrir aðra kr. 10.300 kr.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig sem fyrst á skrifstofu félagsins í síma 530-3600 eða á thorunn@gigt.is, fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

 

Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari.

Til baka