22.05 2014

Fréttir af kjaraviðræðum BHM (og þar með FS) við ríkið

Fréttir af kjaraviðræðum BHM (og þar með FS) við ríkið


Félag sjúkraþjálfara er þátttakandi í samfloti aðildafélaga BHM í kjaraviðræðum við ríkið. Skemmst er frá að segja að hægt hefur gengið og er hraði snigilsins það sem helst kemur í hug þegar reynt er að lýsa ferlinu.

Nú þegar búið er að semja við bæði sveit og borg er hægt að setja allan kraft í þessa samninga og mun verða reynt til þrautar að ná samningum á næstunni. Fundað var með samninganefnd ríkisins sl. þriðjudag og aftur verður fundað föstudagsmorgun, 23. maí.

Reiknað er með að gera fremur stuttan samning og því er ekki verið að taka alla þætti upp. Þeir þættir sem mest áhersla er lögð á er launataflan sjálf og svo hvort/hvernig stofnanasamningar verða notaðir til að draga fram leiðréttingu að einhverju leyti. Þriðji þátturinn er svo viðræðuáætlun um framhaldið að samningi loknum.

Vonandi skýrast línur á næstunni svo hægt verði að gefa gleggri mynd af gangi mála fljótlega.

Fh. kjaranefndar launþega,
Unnur Pétursdóttir, formaður FS.
 

Til baka