Gleðileg jól – farsælt komandi ár
Félag sjúkraþjálfara óskar félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra, samstarfsfólki, skjólstæðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir samveruna og samstarfið á árinu sem er að líða.
Nýja árið, 2015, mun verða 75. afmælisár sjúkraþjálfara á Íslandi. Af því tilefni hefjum við árið með opnun nýrrar heimasíðu þann 9. janúar 2015. Formleg opnun verður haldin á Kex-hosteli, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík í sal sem ber heitið Gym og Tonik.
Fagnaðurinn hefst kl 17.30 og verða veitingar í boði félagsins á milli kl 17:30 og 18:00, en tilvalið er að staldra við í góðra vina hópi og fagna nýju ári saman.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta!
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.
Til baka