19.06 2014

Golfmót sjúkraþjálfara 2014 – úrslit

Golfmót sjúkraþjálfara var haldið á Setbergsvelli föstudaginn 13. júní alls tóku 28 þátt í mótinu. Golfmeistari kvenna varð Áslaug Guðmundsdóttir á 36 punktum en golfmeistari karla varð Einar Örn Guðmundsson á 39 punktum.  Þessir aðilar fengu farandgrip til varðveislu næsta árið. Besta skor kvenna hafði Hulda Soffía Hermannsdóttir 87 högg og besta skor karla Vignir Bjarnason 82 högg.

Nokkrir styrktaraðilar komu að mótinu og má þar fyrst nefna Félag sjúkraþjálfara sem ávallt styrkir þetta mót myndarlega. Aðrir styrktaraðilar voru Altis ehf. sem flytur inn ýmsar vörur til endurhæfingar ásamt því að vera með mikið úrval af golffatnaði og öðrum íþróttafatnaði. Sjúkraþjálfarinn ehf, Stjá sjúkraþjálfun, Sjúkraþjálfun Kópavogs og Styrkur sjúkraþjálfun gáfu einnig verðlaun til mótsins. 

Önnur úrslit mótsins voru:
Kvennaflokkur:
Punktakeppni

1.       Áslaug Guðmundsdóttir 36 pkt.
2.       Bryndís Fjóla Sigmundsdóttir 35 pkt.
3.       Hildigunnur Hilmarsdóttir 31 pkt.

Besta skor: Hulda Soffía Hermannsdóttir 87 högg. Hulda Soffía var með 32 pkt og því í 3ja sæti í punktakeppni en reglur mótsins kveða á um að ekki sé bæði hægt að vinna til verðlauna fyrir punktakeppni og höggleik. Því fær Hildigunnur verðlaun fyrir 3. sæti í punktakeppni.

Karlaflokkur:
Punktakeppni.

1.       Einar Örn Guðmundsson 39 pkt.
2.       Jakob Már Gunnarsson 32 pkt.
3.       Haraldur Sæmundsson 31 pkt.
Besta skor: Vignir Bjarnason 82 högg.

Næst holu:
2.braut – Gunnar Viktorsson
11. braut  - Áslaug Guðmundsdóttir
5. braut – Bryndís Fjóla Sigmundsdóttir
14. braut – Vignir Bjarnason

Liðakeppnina vann Styrkur á 67 punktum.  Sú villa var gerð við uppgjör mótsins að liðsmenn Sjúkraþjálfarans voru talin hafa unnið liðakeppnina en í ljós kom að svo var ekki. Styrkur vann liðakeppnina örugglega á 67 pkt.

Undirbúningsnefndin þakkar öllum sem tóku þátt og styrktaraðilum kærlega fyrir.
 

Til baka