16.06 2014

Göngudagur á Akureyri 19. júní

Sjúkraþjálfarar á Akureyri standa fyrir göngudegi á Akureyri þann 19. júní nk. og hvetja alla þá sem vettlingi geta valdið að koma út að ganga. Göngudagurinn er haldinn til að minna á leiðirnar okkar og verkefnið „Að brúka bekki“, sem hleypt var af stokkunum árið 2010.
Gengnar verða allar fjórar leiðinar á Akureyri og lagt af stað kl 17 (sjá meðfylgjandi auglýsingu).

Verkefnið hófst á Akureyri, en nú eru leiðir á Húsavík, Kópaskeri og í „kraga“sveitarfélögunum í kringum Reykjavík.
Sjá kort á http://vu2050.ispcp-01.zebra.is/ad_bruka_bekki/

Sjúkraþjálfarar á Akureyri - vel gert !!!

Skjöl

Göngudagur á Akureyri
Til baka