13.11 2014

Handleiðsla - Master Class

Er þig farið að lengja eftir fræðslu og umræðu um faghandleiðslu? 
Master Class  námskeið um faghandleiðslu verður á Grand hóteli

27. mars 2015  á vegum Handleiðslufélags Íslands.

Kennari verður Peter Hawkins                   

Peter Hawkins er  forseti APECS  (Association of Professional Executive Coaching and Supervision).  Peter er meðal fremstu ráðgjafa, þjálfara og rannsakenda á sviði stefnumótunar og leiðtogafræða.  Þá hefur hann verið ráðgjafi margra fremstu fyrirtækja um allan heim þar á meðal í Evrópu, Austurlöndum, Suður Afríku og Bandaríkjum þar sem hann aðstoðaði vinnuhópa og stjórnir við endurskoðun á stefnumótun stjórnskipulags.  Hann hefur ennfremur þjálfað fjölda stjórna og framkvæmdastjóra til þess að gera þeim kleift að koma fram með sín eigin sjónarmið, gildi, samvinnu og framtíðaskipulag. Hann hefur gefið út nokkrar bækur m.a. Coaching, Mentoring and Organizational Consultancy: Supervision and Development ásamt Nick Smith og Supervision in the Helping Professions ásamt Robin Shohe með framlagi frá. Judy Ryde og Joan Wilmot.


Hverjum er kennslan ætluð 

Þetta Master Class námskeið er ætlað fagfólki í meðferðarvinnu, menntavísindum, vinnuvernd, stjórnendum og öðrum þeim sem hafa áhuga á vinnuvernd sem og faglegum og vönduðum vinnubrögðum.


Námskeiðið er haldið í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafafélag Íslands
Hér má finna nánari upplýsingar um faghandleiðslu www.handleidsla.is

Nánari upplýsingar um,  efnistök, verð og skráningu koma síðar
Takið daginn frá
 

Skjöl

Handleiðsla
Til baka