22.05 2014

Heilbrigðisvísindasvið HA

Heilbrigðisvísindasvið HA
Diploma- og meistaranám


Umsóknarfrestur um diploma- og meistaranám við Háskólann á Akureyri er til 5. júní 2014:
http://www.unak.is/heilbrigdisvisindasvid/framhaldsnamsdeild

Háskólinn á Akureyri býður upp á þverfaglegt framhaldsnám í heilbrigðisvísindum. Boðið er upp á námsleiðir til diplómaprófs (45 einingar) og meistaraprófs (120 einingar), en einnig er hægt að sækja stök námskeið. Námið er byggt upp á mánaðarlegum kennslulotum og ötulli heimavinnu milli kennslulota, með stuðningi netmiðla. Nokkrir sjúkraþjálfarar hafa í gegnum tíðina útskrifast með þverfaglegt meistarapróf frá HA og fengið það metið við umsókn til sérfræðingsréttinda í sjúkraþjálfun.

Hér er má sjá rafræna námskrá í diploma og meistaranáminu:
https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&flaturlisti=0&namsstig=F&chapter=namskralisti&namskra=1&kennsluar=2014

Frekari upplýsingar veita Ingibjörg Smáradóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisvísindasviðs H.A.  (ingibs@unak.is) og Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við HA /sérfræðingur í lungnasjúkraþjálfun (ragnh@unak.is).

Verið velkomin til náms við Háskólann á Akureyri!

Til baka