13.11 2014

Hverjir ætla á heimsþing WCPT?

Tíminn líður hratt og heimsþing sjúkraþjálfara nálgast óðfluga. Það verður að þessu sinni haldið í Singapore, dagana 1 – 4 mai, 2015.


Ljóst er að þetta er langt ferðalag en fyrir vikið getur það orðið mikil ævintýraferð, það er ekki á hverjum degi að maður á erindi á svo framandi slóðir.
Við minnum á að ferðin er styrkhæf bæði í starfsmenntundarsjóði (100.000kr) og starfsþróunarsetri BHM (370.000 kr), eigi fólk óskertan rétt þar.


Formanni er kunnugt um að búið er senda 6 íslenska útdrætti (abstracta), sem eru nú til skoðunar. Það eru þeir í samkeppni við 2.695 aðra útdrætti frá 88 löndum!  Það verður því spennandi að fylgjast með hversu margir þeirra komast í gegnum nálarauga skipuleggjenda ráðstefnunnar, en það verður opinberað um miðjan janúar.

 

Nokkrir sjúkraþjálfarar hafa nú þegar skráð sig á póstlista þeirra sem vilja fá frekari upplýsingar um heimsþingið, ferðatilhögun og annað sem að ferðinni lýtur. Þeir sem vilja bætast á þann lista, sendi meldingu þess efnis á physio@physio.is

http://www.wcpt.org/congress/update 

 

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.

 

Til baka