13.11 2014

Í jafnvægi - fræðslu- og kennslumyndband

Í jafnvægi er fræðslumyndband um jafnvægi og jafnvægisþjálfun sem Félag íslenskra sjúkraþjálfara (nú Félag sjúkraþjálfara) gaf út í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.

Í því er fjallað er um jafnvægisstjórnun og breytingar á henni samfara öldrun, sjúkdómum og áföllum. Kynntar eru rannsóknarniðurstöður sem urðu kveikjan að nýrri aðferð sem beinist að örvun skynkerfa við þjálfun jafnvægis. Þjálfunin hefur reynst árangursrík fyrir aldraðra, auk þess einstaklinga á öllum aldri með truflanir í starfsemi jafnvægiskerfis innra eyra, raskanir á jafnvægi í kjölfar háls- og höfuðáverka og ýmsa sjúkdóma í mið- og úttaugakerfi.


Höfundar myndbandsins eru sjúkraþjálfararnir Ella Kolbrún Kristinsdóttir og Bergþóra Baldursdóttir. Ásvaldur Kristjánsson sá um upptökur og myndgerð.

Heildarlengd myndbandsins er 28:20 mín og skiptist það í 5 hluta:
• Fræðslumynd um jafnvægi og jafnvægisþjálfun
• Stöðuskynsþjálfun
• Þjálfun jafnvægiskerfis innra eyra og stjórnun augnhreyfinga
• Þjálfun samþættingar og skynupplýsinga
• Þjálfun fallviðbragða
Með myndbandinu fylgir æfingalisti sem unnt er að prenta út.                                                  

 

Höfundar myndbandsins þróuðu þessa nýju þjálfunaraðferð í sjúkraþjálfun á Landakoti. Þar fer fram mat, ráðgjöf og þjálfun jafnvægis. Auk þess hafa þær staðið fyrir námskeiðum í þessari nýju jafnvægisþjálfun fyrir sjúkraþjálfara og aðra fagaðila.


Fræðslumyndbandið má nálgast á skrifstofu FS (s: 595-5186) netfang: sjukrathjalfun@bhm.is og á Landakoti og kostar það 3500 kr. Fræðslumyndbandið er einnig fáanlegt á ensku.


Frekari upplýsingar má nálgast hjá höfundum:
Ellu Kolbrúnu netf: ellakolla@simnet.is
Bergþóru netf: bergbald@landspitali.is

 

 

Skjöl

Í jafnvægi - myndband




Til baka