02.10 2014

Innleiðing Hreyfiseðils


Formaður FS fékk að fylgjast með innleiðingarferli Hreyfiseðils í vikunni, þegar þau Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir, fóru á Sauðárkrók og í Fjallabyggð og héldu fundi með heilbrigðisstarfsfólki á þessum stöðum.

Þessir innleiðingarfundir voru sóttir af öllum læknum og flestum sjúkraþjálfurum staðanna, en hreyfistjórana svokölluðu er að finna í okkar hópi.Á Sauðrákrók mun Fanney Ísfold Karlsdóttir sjúkraþjálfari verða hreyfistjóri verkefnisins, en ekki er alveg frágengið hver það verður í Fjallabyggð.

Afar  gaman að fá að fylgjast með og sjá hversu fagmannlega er staðið að innleiðingunni og hversu jákvætt starfsfólk þessara stofnana er gagnvart verkefninu


Myndir frá heimsókninni á Sauðárkrók eru á facebooksíðu félagsins.

 

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.
 

Til baka