09.10 2014

Kynning á dýnum frá Järven AB

Þann 16. október mun Göran Nordin frá Järven AB í Svíþjóð heimsækja okkur og  kynna dýnur og aðrar framleiðsluvörur Järven.

Järven hefur framleitt dýnur fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir í áratugi og hefur Eirberg selt frá þeim vörur um árabil og  hafa  þær til dæmis verið í samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Göran mun fara yfir vöruúrvalið sem þeir bjóða upp á og kynna fyrir okkur ýmsar nýjungar og vekjum við sérstaka athygli á þeirra nýjustu dýnu, Air 0 sem hefur reynst afar vel í að fyrirbyggja og meðhöndla legusár.

Kynningin verður haldin hjá Eirbergi, Stórhöfða 25, þriðju hæð og er hægt að velja um 2 tímasetningar, frá 10-12 eða 13:30 - 15:30. 

Léttar veitingar í boði.


Áhugasamir vinsamlegast skrái sig fyrir 13. okt. hjá Þórhalli Vigfússyni í síma 569-3114 eða á netfangið thorhallur@eirberg..is

Til baka