21.10 2014

Kynning - hjólastólar frá Decon Svíþjóð

Boð á kynningu
Nýjar vörur fyrir hjólastóla frá Decon Svíþjóð

Þann 29. október n.k. mun Walter Kranendonk frá Decon AB í Svíþjóð heimsækja okkur í Eirbergi ehf. og kynna nýjan og breyttan hjálparmótor E-Move fyrir hjólastóla, sem er í samningi við Sjúkratryggingar Íslands ásamt öðrum spennandi vörum.

Hann mun m.a. kynna SMART drive aflbúnað, sem hjólastólanotandi getur sett aftan á hjólastólinn sjálfur, EASY-WHEEL afturhjól sem léttir akstur hjólastóls og E-WALK sem er aflmótor sem er auðvelt að aka upp/niður í móti og ætlaður fyrir aðstoðarmann.

Kynningin verður haldin hjá Eirbergi, Stórhöfða 25, þriðju hæð og er hægt að velja um 2 tímasetningar, frá 8:30 – 11:30  eða 13 – 16:00.  

Léttar veitingar í boði.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig fyrir 27. okt. hjá Jóhönnu Ingólfsdóttur iðjuþjálfa í síma 569-3116 eða á netfangið johanna@eirberg.is

 

Með kveðju,
Jóhanna

Skjöl

Kynning
Til baka