02.10 2014

Lýðheilsunefnd heilbrigðisráðherra

Að tillögu Félags sjúkraþjálfara hefur heilbrigðisráðherra skipað Guðlaug Birgisson, sjúkraþjálfara á Reykjalundi, í nýstofnaða lýðheilsunefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Guðlaugur hefur lokið meistaragráðu í lýðheilsuvísindum. Í nefndinni mun einnig sitja Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, tilnefnd af SÍBS.

Félagið fagnar því að eiga tvo fulltrúa stéttarinnar í þessari mikilvægu nefnd, sem vinna á drög að „heildstæðri stefnmótun og aðgerðaráætlun sem hefur það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni“ eins og segir í skipunarbréfinu.


Nefndinni er stýrt af Ingu Dóru Sigfúsdóttur, og  skal skila heilbrigðisráðherra tillögum sínum eigi síðar en í árslok 2015.

Til baka