06.11 2014

Málstofur fyrir stundakennara í sjþj við HÍ

Í ágúst hófu 35 nemendur nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Þessi föngulegi hópur er sá fyrsti sem mun fylgja nýrri kennsluskrá þar sem grunnnám í sjúkraþjálfun spannar 5 ár og lýkur með meistaraprófi.  Í tilefni þessa áfanga var gefin út ný stefna fyrir nám í sjúkraþjálfun við HÍ og í stefnunni voru skilgreindir lykilþættir sem eiga að vera einkennandi fyrir námið í heild sinni.
 
Til að kynna stefnuna og lykilþætti námsins höfum við ákveðið að bjóða stundakennurum að taka þátt í málstofum á skólaárinu 2014-15.  Fyrsta málstofan verður haldin 25. nóvember n.k. (sjá auglýsingu).
 
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Kveðja frá starfsfólki Námsbrautarinnar

 

Skjöl

Málstofur - rauður þræðir í námi
Til baka