25.09 2014

Málþing sjúkraþjálfunar Landspítala

 

Málþing Sjúkraþjálfunar Landspítala um starfræn einkenni var haldið í samvinnu við Félag sjúkraþjálfara föstudaginn 12. september s.l. í tengslum við alþjóðlegan dag sjúkraþjáfunar, 8. sept.


Fyrirlesarar á málþinginu voru Finnbogi Jakobsson, sérfræðingur í taugalækningum, Guðbjörg Þóra Andrésdóttir og Halldóra Sif Gylfadóttir sérfræðingar í taugasjúkraþjálfun.

Finnbogi talaði um læknis- og sagnfræði “Hysteria” eins og þessi einkenni voru nefnd.  Þóra og Sif töluðu  um starfrænar truflanir -nálgun í líkamlegri  þjálfun.


Í lok málþings kom Leifur Geir Hafsteinsson Phd. í vinnusálfræði  með  hvetjandi lífsstílsráðleggingar “Að eiga afgangsorku eftir vinnudaginn.

 

Málþingið var vel sótt og ánægjulegt er að starfsstaðir taki sig saman dagspart og lyfti upp faglegri umræðu. 

 

Myndir frá málþinginu eru í viðhengi og facebook-síðu félagsins.

 

 

 

Skjöl

Málþing Lsh

Myndbönd

Til baka