13.11 2014

Næring eftir meiðsli

Kevin Tipton, prófessor í íþróttavísindum við Háskólann í Stirling,
heldur fyrirlestur í HR 19. nóvember kl 12:00 í stofu V102.


Meiðsli eru óæskilegur hluti íþróttaiðkunar, en því miður verða margir þeir sem stunda íþróttir eða líkamsrækt reglulega fyrir meiðslum af einhverju tagi. Að minnka þau áhrif sem meiðsl hafa og flýta bata skiptir íþróttafólk miklu máli.


Á fyrirlestrinum mun Tipton fjalla um næringu í kjölfar íþróttameiðsla. Skerðing á hreyfigetu útlima getur haft djúpstæð áhrif og meðal annars leitt til minni styrks og virkni líkamans. Þá skiptir næring höfuðmáli til að byggja líkamann upp aftur.


Kevin Tipton er forstöðumaður íþróttafræðisviðs Stirling University. Hann er aðstoðarritstjóri vísindaritsins Applied Physiology, Nutrition and Metabolism (www.nrcresearchpress.com/journal/apnm).

 


Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis

 

Sjá meðfylgjandi dagskrá

Skjöl

Dagskrá
Til baka