02.07 2014

Ný viðmið um hjúkrunarheimili

Velferðarráðuneytið hefur nú gefið út endurnýjuð viðmið um skipulag hjúkrunarheimila.

Helstu breytingar sem nýju viðmiðin fela í sér eru að nú er gert ráð fyrir að unnt verði að veita endurhæfingu inni á hjúkrunarheimilum og að á heimilum með 30 íbúa eða fleiri skuli gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu til þjálfunar.

Félagið fagnar því að málflutningur FS og FSÖ hefur fengið hljómgrunn hjá velferðarráðuneytinu og fögnum við þessari breytingu, sem hefur í för með sér aukin lífsgæði okkar elstu borgara.

http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/34742

 

 


Unnur P.
 

Til baka