21.10 2014

Nýr formaður SÍBS úr hópi sjúkraþjálfara

Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og fyrrum formaður FÍSÞ var um helgina kosin formaður SÍBS. Auður var formaður FÍSÞ á árunum 2002 – 2008.

Samtökin hafa á undanförnum árum beint vaxandi athygli að mikilvægi forvarna vegna lífsstílssjúkdóma og tala þar einum rómi með sjúkraþjálfurum.
Í nýjasta blaði SÍBS er rætt um mikilvægi þess að setja fram heildræna stefnu í lýðheilsumálum. „Lífsstílssjúkdómar eru í dag stærsta ógnin við heilsufar Íslendinga en mjög litlum hluta heildarkostnaðar er varið til forvarna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni glötuðust árið 2010 á Íslandi 68 þúsund „góð æviár“ vegna ótímabærs dauða eða örorku – og ýmislegt bendir til að ástandið sé að versna. Kostnaður samfélagsins vegna þessa er gríðarlega hár“.

Nálgast má blaðið á vefsíðu samtakanna, www.sibs.is

 

Við óskum Auði hjartanlega til hamingju með þetta nýja embætti.
 

Til baka