14.08 2014

Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2014

Áríðandi orðsending til sjúkraþjálfara sem meðhöndla hlaupara
Reykjavíkurmaraþon 23. ágúst 2014

 

Viltu koma þér og þekkingu þinni á framfæri við hlaupara landsins – hér er komið kjörið tækifæri til þess !!!

Í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið, þann 23. ágúst nk. mun Félag sjúkraþjálfara vera með kynningar- og fræðslubás á undirbúningssvæði hlaupsins í Laugardalshöll dagana á undan.

Básinn verður opinn fimmtudaginn 21. ágúst kl 14 - 19 og föstudaginn 22. ágúst kl 14 – 19.

Félag sjúkraþjálfara óskar eftir sjúkraþjálfurum með reynslu af meðhöndlun hlaupara til að standa vaktina í básnum. Meiningin er að veita fræðslu og upplýsingar um forvarnir gegn hlaupameiðslum, sem og hvernig best sé að bregðast við þeim, þegar þau verða.  Miðað er við að hver sjúkraþjálfari sé í u.þ.b. 1 - 2 klst. á staðnum, 1 – 2 í einu.

 

Félaginu stendur til boða að vera með 1 fyrirlestur (20-30 mín) á þessum undirbúningsdögum og óskum við eftir sjúkraþjálfara sem vill halda fyrirlestur af þessu tilefni.

 

Hér er kjörið tækifæri til að koma sér og þekkingu sinni á framfæri og jafnvel stækka kúnnahópinn.

Þeir fiska sem róa!!!

 

Áhugasamir hafi samband við Veig Sveinsson, varaformann FS, sem sér um verkefnið fyrir hönd félagsins, veigur@aflid.is .

 

Til baka