18.09 2014

Samningur FS við SFV samþykktur

Samningur sá sem Félag sjúkraþjálfara skrifaði undir við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu þann 4. sept sl. hefur nú verið samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal þeirra sem eiga aðild að honum.

Samningurinn hefur því tekið gildi, er afturvirkur frá 1. feb sl og á fólk að sjá merki þess um næstu mánaðarmót. Fólk er hvatt til að fara vel yfir launaseðlana sem þá berast og gæta þess að þær hækkanir hafi komið inn, sem um var samið.

Hafi einhver látið af störfum á þessu tímabili, þá er það ljóst að afturvirknin á líka að ná til viðkomandi. Verði ekki svo sjálfkrafa, er hann hvattur til að setja sig í samband við sinn fyrri vinnuveitanda.

 

Fh Kjaranefndar,
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.

Til baka