Sjósund
Heil og sæl
Okkur hjá Sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur langaði að bjóða nýjum einstaklingum að koma og prófa sjósund. Tekið verður á móti nýliðum alla miðvikudaga í nóvember kl 17:30 við afgreiðsluna í Nauthólsvík. Eina sem þarf er að mæta með sundföt og handklæði og þeir sem eiga neonprene sokka eða hanska geta komið með þá (ekki nauðsynlegt). Svo má líka koma og kynna sér staðinn, skreppa í pottinn og horfa á hina fara út í.
Nú er tækifæri fyrir þá sem lengi hafa langað að prófa. Sjórinn og Nauthólsvíkinn er ekki síður skemmtilegur á veturnar.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur
Skjöl
SjósundTil baka