13.11 2014

Sjúkraþjálfarar í fjölmiðlum

Þann 10. nóvember sl var fjallað um það í Morgunblaðinu að Þorvaldur Skúli Pálsson sjúkraþjálfari varði doktorsverkefni sitt við Háskólann í Álaborg í Danmörku 2. október sl. Ritgerðin ber heitið Lumbopelvic pain - sensory and motor aspects. Félag sjúkraþjálfara óskar Þorvaldi til hamingju með þennan mikla áfanga.

Afar þarft viðtal var síðan við Gauta Grétarsson sjþj hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur varðandi hreyfingarleysi barna og þar með skert tækifæri þeirra til hreyfiþroska. Viðtalið er í Fréttablaðinu, dags. 13.11.2014
Einnig var rætt við Gauta í hádegisfréttum RUV af sama tilefni.

 


Báðar umfjallanir má sjá á:  https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara
 

Til baka