02.10 2014

Sjúkraþjálfarar í sviðsljósinu hérlendis og erlendis

Í íþróttatíma RUV í síðustu viku var viðtal við Guðmund Þór Brynjólfsson, sjúkraþjálfara og þjálfara landsliðs Íslands í áhaldafimleikum kvenna. Tilefni viðtalsins er væntanleg ferð á HM í Kína.
http://www.ruv.is/sarpurinn/ithrottir/25092014

Íslenskur sjúkraþjálfari, Þorvaldur Skúli Pálsson, varði doktorsritgerð sína þann 2. október sl við Háskólann í Álaborg, Danmörku. Ritgerðin ber heitið: Lumbopelvic pain – sensory and motor aspects.
Lesið meira á:
http://fysio.dk/fafo/Nyheder/Phd-forsvar-om-bakkenrelaterede-smerter/#.VCWtNvl_uSp

Viðtal við Önnu Þóru Árnadóttur, yfirsjúkraþjálfara á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað birtist á Morgunblaðsvefnum laugardaginn 27. sept sl. "Margir sem til okkar leita verða hreinlega að nýju fólki. Það er afskaplega skemmtilegt að upplifa það,“ segir Anna Þóra.
Sjá nánar: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/27/offitusjuklingar_odlast_nytt_lif/

Til baka