28.05 2014

Skrifað undir nýjan kjarasamning

Skrifað var undir nýjan kjarasamning aðildarfélaga BHM, þar á meðal Félags sjúkraþjálfara, við ríkið nú í kvöld, miðvikudagskvöldið 28.  maí 2014.
Góður gangur komst á viðræður í síðustu viku, en ljóst er að verið er að gera „vopnahlés“ samning. Það þýðir að verið er að lenda þeim málum/atriðum sem þó hefur náðst sátt um og koma þeim í framkvæmd.

Í samningnum felst þessi gullna 2,8% hækkun, en auk þess er launatafla leiðrétt að hluta til fyrra horfs, þ.a. launabreytingar verða meiri eftir því sem neðar dregur í töflunni og þrepum fjölgar. Það er í samræmi við áherslur BHM um að aukin menntun og reynsla verði metin til hærri launa.
Gildistíminn er stuttur, samningurinn er afturvirkur frá 1. feb sl. og rennur út 28. feb 2015.
Desemberuppbót verður 73.600 kr og orlofsuppbót  39.500 kr.

Partur af þessum samningi er svo ítarleg viðræðuáætlun með niðurnegldum vinnsluatriðum, dagsettum og sumum eyrnamerkt fjármagn. Það þýðir að strax næsta haust hefst vinnan á ný við að taka á mörgum þeim málum sem á okkur brenna.

Innhald samningsins verður kynnt fyrir félagsmönnum við fyrsta tækifæri og í framhaldi verður kosið um samninginn.

 

F.h. kjaranefndar launþega FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.
 

Til baka