11.12 2014

Smáþjóðaleikarnir – sjálfboðaliðar

Hér óskar ÍSÍ eftir aðstoð sjúkraþjálfara í „medical“ hluta þessa stórviðburðar. Við hvetjum þá sem hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði að íhuga að gefa þessum viðburði eilítið af tíma sínum og þekkingu :

 

Ágætu viðtakendur

Undirbúningur fyrir Smáþjóðaleika sem haldnir verða á Íslandi 1.-6. júní n.k. er í fullum gangi. Í mörg horn er að líta á stórviðburði sem þessum. Eitt af því sem þarf að huga að eru sjálfboðaliðar í ýmis störf, þar á meðal medical hluta. Meðan á leikunum stendur þarf að manna vakt í nokkrum af keppnismannvirkjunum meðan á keppni stendur. Jafnframt getur verið þörf á aðstoð við íslensku keppendurna.

Nánar má kynna sér leikana á heimasíðu þeirra, sjá http://www.iceland2015.is/
Skráning sjálfboðaliða fer fram á  http://www.iceland2015.is/islenska/natturulegur-kraftur/sjalfbodalidar/skraning/


Kær kveðja
Örvar Ólafsson
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Verkefnastjóri Afrekssviði
(+354) 514 4000 / (+354) 863 9980
http://www.isi.is / www.iceland2015.is
 

Til baka