25.09 2014

Stefnumótunardagur Félags sjúkraþjálfara

Stjórn FS hefur ákveðið að efni til stefnumótunardags félagsins föstudaginn 10. október nk. Tilgangurinn er að kalla saman félagsmenn og fá fram skoðanir og hugmyndir félagsmanna að stefnu félagsins og tillögur að því hvernig við viljum móta framtíð félagsins og fagsins.

Stjórn hvetur sem allra flesta til að mæta og leggja sitt af mörkum til stefnumótunar. Við viljum sjá verktaka og launþega, höfuðborgarbúa og landsbyggðarfólk, gömlu reynsluboltana og unga fólkið, sem er framtíð félagsins.

Við hvetjum vinnuveitendur, yfirmenn og stofueigendur til að veita starfsmönnum tækifæri til að taka þátt í deginum.

 

Dagskrá:

Kl. 12.15 -13: Hádegissnarl, skráning, viðrun.
Kl. 13 – 17:  Stefnumótunarvinna með kaffihléi.
Kl.17 - ? :   „Happy hour“ með léttum veitingum og mingli að loknu góðu dagsverki.

 

Skráning: Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið physio@physio.is í síðasta lagi föstudaginn 3. okt.
Tilgreinið nafn, kt, netfang og vinnustað.

 

Ath að staður er ekki tilgreindur enn, þar sem það fer eftir þátttöku hvar við verðum, en í Reykjavík verður þetta. En einnig þess vegna er mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst!

 

Fh. Stjórnar FS.
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.

Til baka