16.10 2014

Stefnumótunardagur FS

Stefnumótunarfundur FS var haldinn sl föstudag, þann 10. október. Ríflega 40 sjúkraþjálfarar lögðu daglegt amstur til hliðar til að setjast á rökstóla og rýna inn í framtíðina bæði með félagið okkar og fagið í huga. Ánægjulegt var hversu fjölbreyttur hópur mætti á daginn. Þarna voru verktakar og launþegar, ungir og eldri, karlar og konur, höfuðborgarbúar og landsbyggðarfólk.

Deginum stjórnaði Ingvar Sverrisson, almannatengill og mun hann skila afrakstri dagsins í skýrsluformi. Skýrslan verður í fyllingu tímans kynnt fyrir félagsmönnum. Einnig er stefnt að því að hafa kynningu á afrakstri dagsins á Degi sjúkraþjálfunar, þann 6. mars nk., þannig að þeir sem ekki áttu tök á því að koma að vinnunni sl. fösudag hafa þá tækifæri til að tjá sig um málefnin.

 

Fh stjórnar,
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.
 

Til baka