30.10 2014

Stuðningsyfirlýsing vegna aðgerða lækna

Eftirfarandi stuðningsyfirlýsing var send fjölmiðlum í dag, 30 okt, vegna aðgerða lækna:

 

Stjórn Félags sjúkraþjálfara lýsir yfir fullum stuðning við aðgerðir vegna kjarabaráttu Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands og tekur undir kröfur um nauðsyn þess að kjör háskólamenntaðra sérfræðinga verði samkeppnishæf við kjör í nágrannalöndunum. Stjórnin harmar þá stöðu sem uppi er í íslensku heilbrigðiskerfi, að grípa þurfi til harðra aðgerða til að knýja á um nauðsynlegar bætur á kjörum og aðstöðu heilbrigðisstétta. Stjórn Félags sjúkraþjálfara skorar á fjármálaráðherra að ganga þegar í stað til samninga við lækna.

 

 

Fh. stjórnar,

Unnur P.

Til baka