25.06 2014

Svarbréf frá SÍ

Eins og félagsmönnum er kunnug gerði félagið athugasemdir við ætlaða sumarlokun SÍ, þar sem slíkt hefði verið brot á ákvæði rammasamnings sjúkraþjálfara  og SÍ.  Málið var því endurskoðað af hálfu stofnunarinnar og leyst á þann hátt sem segir í meðfylgjandi bréfi, sem sent var sjálfstætt starfandi  sjúkraþjálfurum sl. mánudag.

F.h. kjaranefndar,
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.

_________________________________

 

Ágæti sjúkraþjálfari

Sumaropnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ)

Sumarafgreiðslutími Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) verður frá 1. júlí til 11. ágúst. Afgreiðslutími erinda og móttaka viðskiptavina í þjónustuveri, símsvörun og móttöku hjálpartæka verður frá kl 12:30-15:00 alla virka daga.

Í framhaldi af ábendingu Félags sjúkraþjálfara hafa SÍ gert sérstakar ráðstafanir til að ekki verði tafir við greiðslu reikninga frá sjúkraþjálfurum yfir sumaropnunartímann.  Þannig er við það miðað að allir reikningar sem krefjast ekki frekari úrvinnslu verði greiddir í beinu framhaldi af móttöku þeirra.  Með greiðslunni fylgir greiðsluskjal sem birt er í Gagnagátt og þar kemur fram hvaða reikningar eru greiddir og hverjir verða greiddir við úrvinnslu á svarskrá.   Vegna reikninga til frekari úrvinnslu verða sendar upplýsingar og þeir afgreiddir samhliða útsendingu svarskrár. 

Viðskiptavinum er bent á að móttaka gagna s.s. reikninga, umsókna, vottorða o.fl. er einnig í  póstkössum sem staðsettir eru í anddyri þjónustuvers SÍ að Vínlandsleið 16 og í anddyri skrifstofu SÍ á Rauðarárstíg 10, 4. hæð (eða í ytri póstlúgu).  Sumarafgreiðslutími hefur ekki áhrif á móttöku rafrænna gagna.
Jafnframt er bent á að allar nánari upplýsingar um sumaropnunartíma, afgreiðslutími umsókna og innsendra gagna er að finna á vefsíða SÍ www.sjukra.is.

Gleðilegt sumar, SÍ.

 

Til baka