04.12 2014

Tilkynning frá WCPT

Heimssamband sjúkraþjálfara (WCPT) hefur tekið þá ákvörðun að halda heimsþing sjúkraþjálfa á tveggja ára fresti í stað fjögurra héðan í frá. Næsta heimsþing er í Singapore í mai 2015, sem þýðir að aftur verður heimsþing árið 2017.


Tilgangur þessara breytinga er að gefa ört stækkandi hóp sjúkraþjálfara um víða veröld betri tækifæri til að sækja heimsþing, sem og að gefa fleiri sjúkraþjálfurum færi á að kynna rannsóknir sínar. Rannsóknum í sjúkraþjálfun fleygir fram og fjöldi þeirra sem kynna vilja rannsóknir sínar á heimsþingi hefur margfaldast á síðari árum.


Við fögnum þessari ákvörðun og vonum að þetta geri fleirum íslenskum sjúkraþjálfurum fært að sækja heimsþingin og kynna rannsóknir sínar þar.

http://www.wcpt.org/news/Major-congress-change-Dec14

 

Unnur P.
 

Til baka