19.06 2014

Vegna dreifibréfs SÍ

Í síðustu viku barst félagsmönnum dreifibréf frá Sjúkratryggingum (SÍ) þess efnis að ekki yrðu greiddir reikningar á tímabilinu 14. júlí til 6. ágúst vegna sumarfría.
Formaður og samningnefnd FS brugðust skjótt við og bentu á að slíkt væri ekki í samræmi við gildandi rammasamning SÍ og sjúkraþjálfara.
Verið er að vinna að lausn þessa máls þannig að hægt verið að greiða reikninga þrátt fyrir sumarleyfi og verður nýtt bréf sent sjúkraþjálfurum innan skamms.


Með kveðju,
Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.
 

Til baka