04.12 2014

Við vonumst eftir þátttöku þinni

Nú er í gangi könnun á starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum. Könnunin er BS verkefni tveggja nema við Námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hve hátt hlutfall sjúkraþjálfara á Íslandi sinnir íþróttafólki og íþróttaliðum og þá hvaða greinum þeir sinna helst, viðveru þeirra, hlutverki og starfsemi innan liðsins, aðbúnaði þeirra og ákvarðanatöku. Rannsóknin getur gefið okkur mikilvægar upplýsingar um störf sjúkraþjálfara með íþróttaliðum og íþróttafólki á Íslandi, svo og umfangi þess starfs.


Allir starfandi sjúkraþjálfarar innan FS, svo og nemar á þriðja og fjórða ári í sjúkraþjálfun hafa fengið tölvupóst með slóð á könnunina. Þátttaka þín er mjög mikilvæg hvort sem þú starfar með íþróttaliðum eða ekki. Ef þú starfar ekki með íþróttaliðum tekur aðeins um 5 mínútur að svara könnuninni, en ef þú starfar með íþróttaliði tekur um 15-20 mín að svara könnuninni. Könnunin er aðeins opin til 10. desember, eftir það verður ekki hægt að taka þátt í könnuninni.

 


Með von um góða þátttöku
Árni Árnason dósent
Námsbraut í sjúkraþjálfun og Rannsóknastofa í hreyfivísindum
Háskóli Íslands
 

Til baka