25.06 2014

Vinnís - Vinnuvistfræði

Félagi sjúkraþjálfara barst nýlega póstur frá Vinnís, félagi um vinnuvistfræði. Þeir félagsmenn sem hafa hug á að gefa sig að verkefnum á þessu sviði eru eindregið hvattir til að taka þátt í starfsemi félagsins. Vinnuvistfræðigeirinn er vettvangur þar sem sjúkraþjálfarar hafa mikið fram að færa og samkvæmt viðtölum mínum við fólk úr atvinnulífinu er eftirspurn eftir þekkingu okkar þar. Þarna er tækifæri sem við skulum ekki láta fram hjá okkur fara.

 

Unnur Pétursdóttir, formaður FS

 

Bréfið frá Vinnís:

Vínnís hefur hafið stefnumótunarvinnu og mun með haustinu draga fleiri félaga að borðinu í spennandi framtíðamótun vinnuvistfræði á Íslandi. Strax á næsta ári hefst síðan undirbúningur fyrir ráðstefnu sem haldin er í samvinnu við NES (Nordisc Ergonomics and human factors) sumarið/haustið 2018. Þetta verður 50 ráðstefnan á vegum NES og má því búast við að hún verði með stærra móti. Til þess að svo megi verða þurfum við öflugt og virkt félag og bjóðum alla áhugasama velkomna til þátttöku.

Hlakka til að heyra frá þér,
bestu kveðjur,
Oddrún Lilja Birgisdóttir, formaður Vinnís
vinnis@vinnis.is

 

UPPLÝSINGAR FYRIR FÉLAGATAL:

NAFN:

KENNITALA:

VINNUSTAÐUR:

MENNTUN:

NETFANG:

HEIMILISFANG:

Til baka