10.11 2014

Vísindadagur Reykjalundar, haldinn í 11. sinn

Vísindadagur Reykjalundar verður haldinn í 11. sinn föstudaginn 21. nóvember kl. 13-16. 

Á dagskrá eru níu erindi sem fjalla um niðurstöður rannsókna á Reykjalundi, sem eru afar fjölbreyttar rétt eins og starfsemin á Reykjalundi. 

Þar verður meðal annars fjallað um jafnvægisþjálfun fyrir fólk með MS, svefntruflanir hjá sjúklingum með vefjagigt, sjálfshjálp í meðferð við þunglyndi og kvíða, líf án tóbaks og taltog sem meðferð. 

Allt þetta og margt fleira á 11. vísindadegi Reykjalundar. 

 

Allir velkomnir.

Skjöl

Dagskrá
Til baka