13.11 2014

Vísindaferð FS á Landakot

Vísindaferð FS var farin fimmtudaginn 6. nóvember sl. Það voru sjúkraþjálfarar á Landakoti sem tóku á móti kollegum að þessu sinni.

Jóhanna Óskarsdóttir yfirsjúkraþjálfari fór í gegnum sögu staðarins í stuttu máli, Ella Kolla Kristinsdóttir fór yfir afar fróðlegar á áhugaverðar rannsóknir sem hún hefur gert á jafnvægi eldra fólks og í lokin fór Bergþóra Baldursdóttir yfir sínar rannsóknir og hvaða þjálfunaraðferðir hafa þróast í samræmi við niðurstöður þessara rannsókna.

Þess ber að geta að gert hefur verið myndbandið  „Í jafnvægi“, sem fjallar um þetta efni og er kynnt í annarri frétt hér á síðunni.

Á eftir þessum erindum var farið inn í þjálfunaraðstöðu sjúkraþjálfara á Landakoti, notið veitinga og aðstaðan og þjálfunarbúnaður skoðaður. Ferðin var afar vel heppnuð og sóttu um 50 sjúkraþjálfarar viðburðinn. 

Myndir má sjá á facebook-síðu félagsins, www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara

Félag sjúkraþjálfara þakkar sjúkraþjálfurum á Landakot kærlega fyrir frábærar móttökur.

 

Næsta vísindaferð verður farin á vordögum og eru það sjúkraþjálfarar í Heilsuborg, sem þá ætla að taka á móti félagsmönnum.

 

Til baka