19.06 2014

WCPT Singapore – hverjir ætla að fara ?

Farið er að bera á fyrirspurnum varðandi heimsþing sjúkraþjálfara í Singapore í maí 2015. Lítill hópur sjúkraþjálfara er farinn að tala saman um að drífa sig, en spurning er hversu mörg við verðum og hvort við reynum að verða samferða og á sama hóteli.

Einnig eru uppi hugmyndir um „post-conference“ ferð, ef við því verður komið.

Því væri gott að heyra í þeim sem hafa hug á að fara. Sendið póst á physio@physio.is, ef þið viljið vera á póstlistanum varðandi heimsþingið.

Athugið að engin skuldbinding felst í því að vera á listanum.

 

Kv. Unnur Pétursdóttir
Formaður FS
 

Til baka