myndatexti

Sjúkraþjálfun

Starf sjúkraþjálfara

Starf sjúkraþjálfara hefur smám saman orðið betur skilgreint og starfsvettvangur þeirra orðið fjölbreyttari. Sjúkraþjálfarar vinna í nánu samstarfi við lækna og aðrar heilbrigðisstéttir og meðhöndla sjúklinga í samráði við lækna. Ráðgjöf, forvarnir og heilsuefling er einnig mikilvægur þáttur í starfi sjúkraþjálfara vegna sérþekkingar þeirra á álagseinkennum og afleiðingum ýmissa sjúkdóma á stoðkerfi líkamans. Starfsvettvangur sjúkraþjálfara Á árinu 2000 voru sjúkraþjálfarar orðnir yfir 400 að tölu. Á síðustu 25 árum hefur vinnustöðum sjúkraþjálfara fjölgað úr 16 í 108 á landinu og hefur vinnustöðum sjúkraþjálfara fjölgað, bæði á sjúkrahúsum, ýmsum stofnunum og í einkarekstri. Mikið hefur áunnist á síðustu árum en þó hefur gengið erfiðlega að fá stöðugildi fyrir sjúkraþjálfara í heilsugæslunni þrátt fyrir margra ára baráttu og þrátt fyrir að lög um heilbrigðisþjónustu kveði á um að sjúkraþjálfari skuli starfa á heislugsælustöðvum.